Jebb, orðin aðeins eldri

Já er víst orðin 40 ára:-)   átti yndislegan afmælisdag í fyrradag, fékk fjölskylduna í góðgæti og svona, rosa fínt.   Svo verður tekið partý á þetta um helgina, og að sjálfsögðu verður eurovisionið uppá vegg hér (sem minnir mig á það að biðja brósa minn um myndvarpann *note to self* )  af því að ég er viss um að þau komist áfram í kvöld *bjartsýnisverðlaun dagsins fær ÉG hehe, nei held að þau komist áfram.

Svo var fyrsta enduro keppni sumarsins um síðustu helgi, mínir báðir kepptu, stráksi var að standa sig vel bara í rigningunni og drullunni en hjólið bilaði, hann braut keðjusleðann svo hann gat ekki verið með í seinna motoinu Crying og hann varð hundfúll með það, en við vorum ekki með aukakeðjusleða með, svo hann bara chillaði og hjálpaði pabba sínum og Þóri, sem kepptu saman í tvímenning,  það gekk svona la la hjá þeim,  brautin var náttúrulega bara ein drulla og klettar, mjög erfið, en þeir lentu í 6 sæti Woundering í tvímenning semsagt, það voru 11 tvímenningslið.  Hér er flott mynd af Guðna í keppninni.

Guðni 

 

Síðan eru bara 2 vikur í fyrstu motocross keppnina LoL   og getum við ekki beðið, sérstaklega stráksi.

 Later...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Til hamingju með afmælið. Fólk segir að við 40 byrji lífið. Ég veit það ekki, ég drekk ekki mjólk. Úpps ég meinti að ég hef ekki náð þeim aldri.

Fjóla Æ., 22.5.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Bryndís

Hehe Fjóla og takk fyrir kveðjuna, jú nú er lífið loksins byrjað 

Bryndís, 22.5.2008 kl. 13:39

3 identicon

VAAAAAÁ!!! Ertu orðin fertug kona?! Innilega til hamingju með það Bryndís mín   Ekki að það sé hár aldur, en fyrir mér ertu alltaf stelpuskott með vott af gelgju.  Þú ert æði

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Hann er svo flottur á hjólinu. Við sjáumst nú á fyrstu motocrss keppninni eftir 2 vikur. Alexander er orðinn ekkert smá spenntur.

Til hamingju jmeð afmælið um daginn og góða skemmtun í veislunni ( partýinu ).

Hulda Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar hamingjuóskir með afmælið Dísa mín.

Vonandi gengur vel á mótum sumarsins

Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 18:55

6 Smámynd: Bryndís

Takk

Arna:  Jamm, eru gelgjur ekki frábærar?? hehe

Hulda:  Já sjáumst í Sólbrekku, vonandi gengur allt upp hjá okkar strákum

Ragga:  Takk og já vonandi gengur allt upp í mótum sumarsins, minn ætlar sér stóra hluti

Bryndís, 22.5.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband