23. sept 2008

Stutt bara, lítill tími Blush

Friðgeir rifbeinsbrotnaði í skólanum í gær, lét kíkja á hann og svo fór hann aftur í skólann, vildi ekki missa úr skólanum,  nóttin ekki góð hjá honum, er heima í dag.  Erum að fara í tannréttingarnar á eftir, á að taka vírdraslið úr honum í dag Smile

Læknirinn sem skoðaði hann í gær leist ekki nógu vel á hljóðin í mér og hlustaði mig, skrifaði lyfseðil og ég fékk "ræðuna" verð að hætta að reykja, það er í undirbúningi, shit hvað mig kvíður fyrir en ég get, ætla og skal, allur stuðningur vel þegin.  Ég semsagt komin á lyf og pústSick

Og svo er það afmæliskallinn minn Heart ástin mín er 40 ára í dag, loksins búinn að ná mér, hehe.
Hann var að keppa á laugardaginn í motocrossinu og hann lenti í 3 sæti, stóð sig bara alveg frábærlega, festist reyndar aðeins í startinu en var flottastur samt og keyrði fantavel.

Búið í bili..............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já við þurfum að hætta að reykja, ég er að KAFNA úr astma. Strákskinnið að meiða sig svona, bestu batnikveðjur. Svo koma hér í lokin afmæliskveðjur til húsbóndans.

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Líney

Til hamingju með kallinn  frænka.

Þið náið mér samt ekki hvorugt ykkar ;)

 Líst  vel á  að þú hættir að reykja,styð það 100%:)

Vona  að Friðgeir jafni sig fljótt.... knús knús á ykkur

Líney, 23.9.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Leiððinlegt að Friðgeir hafi rifbeinsbrotnað greyið, ekki gott.

Þú getur þetta skvísa og hugsaðu bara hvað þú yngist við að hætta þessu ógeði. Reykingar gera ykkur krumpuð fyrir aldur fram svo það er um að gera að hætta þessu. þú geur það ég veit það. Ef að viljinn er nógu sterkur þá getur þú allt sem að þú vilt. Hugsaðu líka bara um hvað andrúsloftið verður miklu betra.

Ég er búin að reyna að fá kallinn til að hætta þessu í 16 ár en ekkert gengur.

Innilega til hamingju með bóndann.

Kv. Hulda

P.s. vonandi tekur þú þessu ekkert illa sem að ég skrifaði

Hulda Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Vilborg Auðuns

Þú komst þér á lappir aftur og það verður létt mál hjá þér að hætta að reykja

Til hamingju með gamla manninn híhí.

Og vonandi batnar prinsinum þínum sem fyrst.

kveðja Vibba

Vilborg Auðuns, 24.9.2008 kl. 19:19

5 identicon

Til hamingju með kallinn!

Verra þetta með hann Friðgeir greyið.  Sendi honum bestu batakveðjur.

Ég er líka að hætta að reykja, 2. okt.  Við stöndum okkur Bryndís, e-haggi?!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:38

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með húsbandið. Ég hætti að reykja fyrir 17 árum og finnst það gott. Hafðu það gott og góða helgi  

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Langar til að óska þér til hamingju með strákana þína.

Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 22:28

8 identicon

ÉG heimta bloggggggggggg hihihihihi  :)

Karen (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband