Fréttir-fréttir :-)

Jæja sonurinn farinn að reka á eftir bloggi, best að hlýða  Wink

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocrossi var semsagt á laugardaginn í Sólbrekku (við Grindarvíkurafleggjarann) í geðbiluðu roki og rigningu, fyrra mótoið gekk vel hjá honum og svo byrjaði seinna motoið og þá festist hann í starthliðinu og var smá stund að losa sig, vann sig vel upp og endaði 3 í því motoi, keyrði rosalega vel og var bara flottastur fannst mér.  Hann endaði semsagt á palli í sæti nr 2 eftir daginn, og var rosalega ánægður með þetta, erfiðar æfingar vetursins að bera árangur Police   Flottastur : 1 og 2 sætið á palli

 

 

 

 

 

Svo erum við og já ég segi við (ég sá semsagt um kaffið og að keyra Friðgeir og kaffið á milli), búin að vera gera motocross braut hér í Mosó,  við erum með svæði í gömlu gryfjunum.  Guðni er semsagt formaður Motomos, sem er motocrossfélag Mosfellsbæjar.  Erum búin að fá rosalega mikla hjálp með að gera brautina í holunni (myndir inná www.motomos.is ) og unnu menn á vöktum í  tækjunum til að gera þetta mögulegt, frábært bara Grin  Svo er verið að vinna í að setja vökvunarkerfi í brautina svo það verði alltaf hægt að hjóla.  Vonandi getum við opnað næstu daga, þegar leyfið  Police er komið, rosa spennandi LoL

 

Later...........

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju

Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þekki svona mótorhjólagæja,  fyrsti eiginmaðurinn minn var með álæknandi dellu og var búin að eiga hjól í 10 ár áður en hann dó í hjólaslysi og sonur hans sem ég gekk með fæddist nærri því á hjólum og hefur átt nokkur frá 15 ára aldri. Hann er núna í pásu eftir tvo slys á síðasta ári.  Vona að þínum dreng gangi vel, ég er ekkert hrædd við þessa íþrótt þrátt fyrir óhöpp hjá mínum mönnum, það er allt hættulegt ef því er að skipta. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Ohhh hvað allir á heimilinu eru orðnir spenntir eftir að brautin opnar. Ég er búin að sjá demoið af brautinni á netinu og virkar hún rosalega flott.

Strákarnir eru búnir að vera alla vikuna að hjóla og æfa sig fyrir næsta mót en það verður í Bolöldu næst fyrir Alexander. Við erum hætt við að fara norður með hann eftir ábendingarnar frá þér og fleirum Hann þarf að byggja sig betur upp fyrir enduro.

Ég kem kannski með kakóið þegar við komum upp á braut hehehe ekki mikil kaffi kelling hér.

Hulda Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 10:11

4 identicon

Til hamingju með strákinn og Motomos!! Áfram þið!!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband