Loksins ;-)

Jæja best að blogga smá.   Jólin voru bara frábær hjá okkur, góður matur og góður félagsskapur,  fengum fínar gjafir og strákarnir líka.  Ánægðust var ég með gjafirnar hjá Friðgeir Óla, 4 hettupeysur, gallabuxur, 2 bolir og sokkar, gott að fá föt og hann var líka rosa ánægður, enda kominn á þann aldur að maður verður að vera töff klæddur og liggur við skipta um föt 1-2 sinnum á dag, töffarinn minnCool   Asnalegt samt að fara bara 3 heim svo frá tengdó (vorum þar í mat), Kristófer fór til kærustunnar, svona er bara lífið víst  InLove

Feðgarnir fóru svo út að "leika" á jóladag, Friðgeir á mitt fjórhjól og Guðni á Friðgeirs hjól, geggjaður snjór og bara gaman hjá þeim,  fóru líka á 2 í jólum.  Ætluðu meira að segja að fara í jólaboðið hjá mömmu og pabba á hjólunum, en frekjan ÉG sagði bara: nei ekki séns!!!!   Mér er svo illa við að keyra í snjó, haha og þeir hlýddu LoL 

Hmmm, hvað meira???   Bara alveg að koma nýtt ár Happy  Við ætlum nú bara að vera í Mosóbæ hjá mágkonu minni og fjölskyldu, það verður fínt.  Eigum reyndar eftir að ákveða hvað við eigum að hafa í matinn,  við viljum ekki reykt kjöt, Kristó vill ekki svín, Friðgeir vill ekki kalkún, kallinn minn vill helst ekki naut, híhí hvað er þá eftir??   Pulsur bara Grin  DJÓK,  við finnum eitthvað gott örugglega. 

#105 er núna upp í Álfsnesi með Reyni og Eyþór að hjóla í snjónum, var að fá fréttir af honum, afturendinn á hjólinu MÍNU er fastur í snjónum og Eyþór fastur í hinum enda brautarinnar Sideways  En það er sko pottþétt rosa gaman hjá þeim.

 

Útskýring: #105=  Friðgeir Óli (keppnisnúmerið hans skoWink)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jei komið blogg :)

 Haha já þetta var nú frekar fyndi að sjá þá 2 fasta á sinhvorum staðnum í álfsnesi hihi

Eg vildi að eg hefði verið svona 20 min seinni á ferðinni, því þá hefð eg lika getað leikið með þeim, nema eg hefði verið á stærra fjórhjóli enn Friðgeir haha eg hefði kanski getað dregið hann upp haha :D

Karen (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Bryndís

Haha, ertu að segja að hjólið mitt sé lítið?   Já, vona að hann sé ekki frosinn í Álfsnesi .  Já hefðir þurft að vera aðeins seinna á ferðinni að redda stráksa, hmmm hef ekkert heyrt í  þeim síðan í hádeginu best að fara tékka á honum.

Bryndís, 28.12.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Gaman að allir skemmta sér vel hvort sem er yfir pökkum eða því að sitja fastir. Flott nýja lúkkið á síðunni þinni  

sjáumst í bónus og verum hrikalega rólegar á kassanum...hehehehhe kennu mosó genginu að slaka á !

Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Bryndís

Já Kristín, er einmitt á leiðinni í Bónus núna, reyndar bara að kaupa mér Harry Potter, rólegust í geiminum    Ætti ég að vera með kennslu þar? híhí

Já er þetta bara ekki flott lúkk?   Komnar nýjar fréttir af #105, hann er í hlýjunni í Grafarvoginum hjá #899, ekki frosinn semsagt ,bara í rauðu strigaskónum hennar mömmu sinnar  

Bryndís, 28.12.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband