Verslunarmannahelgin búin

Hæ hó,  jamm er á lífi bara gleymdi alltaf að blogga  Cool   Vorum í 6 daga á Akureyri í síðustu viku,  yndislegt eins og alltaf, geggjað veður og allt það.  Friðgeir fór 2 sinnum að hjóla í Akureyrarbrautinni, æfa fyrir keppnina sem var á laugardaginn, það var sett nýtt efni í brautina og henni breytt pínu (held það allavega) svo var henni lokað 4 dögum fyrir mót og hún löguð og svona.  Fórum í Hrísey og það var frábært bara, fórum í traktorsTaxann túr um eynna og fengum söguna og svona, rosa gaman.  Borðuðum svo á veitingastaðnum Brekku og var það rosa gott, löbbuðum svo aðeins um, semsagt rosa gaman að hafa loksins komið til Hrísey Smile

Svo var 3 umferð í Íslandsmótinu í motocrossi á laugardaginn og það leit nú ekki vel út þegar við vöknuðum kl 7 um morguninn, rosa þoka og svoleiðis skemmtilegheit og um 10 leitið þegar tímatökurnar byrjuðu þá var nú aðeins farið að rofa til og svo kom þessi gula þarna um 2 eða 3 leitið um daginn.  Friðgeir var að keyra rosalega vel, en í fyrsta motoinum þá drap hann á hjólinu í startinu (og belive me, ekki gott að horfa á) og varð síðastur af stað, en náði að vinna sig vel upp og endaði í 3 sæti og í seinna motoi keyrði hann líka rosavel og endaði í 2 sæti,  sá sem er búinn að vera fyrstur í allt sumar í 85cc flokkinum og er langbestur datt illa á seinasta hring og hann lærbrotnaði og þurfti að fara í aðgerð á sjúkrahúsinu á AK og gekk það vel og hefur hann það ágætt í dag, það var ömurlegt að horfa á það, góður vinur hans Friðgeirs sko.  En minn fékk semsagt 2 sætið á laugardaginn og ef gengur vel í næstu 2 keppnum gæti hann orðið Íslandsmeistari  Whistling    en það gæti orðið erfitt, kemur í ljós bara......

Svo þegar keppnin var búin á Akureyri þá brunuðum við í bæinn, sváfum heima og fórum svo á unglingalandsmótið í Þorlákshöfn, þar sem átti að keppa í motocrossi og ekki gekk það nú vel :-(  hjólið bilaði í fyrsta motoi og svo var farið í næsta moto og gekk honum rosalega vel og var fyrstur lengi og svo fór kúplingin og þá var þetta búið.

Jæja búin með fréttirnar held ég bara, hehe.
Later.............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, leiðinlegt að það gekk í illa í Þorlákshöfn, en svona er þessi bransi, kannast svolítið við þetta, á einn hjólóðan sem er nú að verða 26 ára.  Vona að Friðgeir gangi vel í þeim mótum sem eftir eru.   Harley Man 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Bryndís

Takk Ásdís, já vonum það besta bara. Hvernig seturðu inn svona flottar myndir?

Bryndís, 4.8.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Það er alltaf jafn gaman að koma út í Hrísey enda er ég ættuð þaðan

Ég vildi óska að ðég hefði getqað verið á Akureyri líka en ég var föst í bænum í brúðkaupi hjá bróður mínum. Ég verð nara með næst.

Hulda Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 18:43

4 identicon

Friðgeir rúllar þessu upp ;)

Karen #202 (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Vilborg Auðuns

Takk fyrir vinasendinguna............ ekki vissi ég af þér hérna.

Við þurfum endilega að heyrast.

Kv. Vilborg 

Vilborg Auðuns, 7.8.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Líney

klapp  klapp frænka,það kom að í að þú bloggaðir á ný :) knús á þig og þína

Líney, 8.8.2008 kl. 23:57

7 Smámynd: Bryndís

Hehe, kannski blogga ég bara aftur fljótlega frænka góð 

Vilborg:   Ég er sko allstaðar, hehe.  Já þurfum sko að fara hittast aftur

Bryndís, 9.8.2008 kl. 23:38

8 identicon

Jæja pæja BLOGGGGGA :) ihihihii  

Karen (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband