4.8.2008 | 15:03
Verslunarmannahelgin búin
Hæ hó, jamm er á lífi bara gleymdi alltaf að blogga Vorum í 6 daga á Akureyri í síðustu viku, yndislegt eins og alltaf, geggjað veður og allt það. Friðgeir fór 2 sinnum að hjóla í Akureyrarbrautinni, æfa fyrir keppnina sem var á laugardaginn, það var sett nýtt efni í brautina og henni breytt pínu (held það allavega) svo var henni lokað 4 dögum fyrir mót og hún löguð og svona. Fórum í Hrísey og það var frábært bara, fórum í traktorsTaxann túr um eynna og fengum söguna og svona, rosa gaman. Borðuðum svo á veitingastaðnum Brekku og var það rosa gott, löbbuðum svo aðeins um, semsagt rosa gaman að hafa loksins komið til Hrísey
Svo var 3 umferð í Íslandsmótinu í motocrossi á laugardaginn og það leit nú ekki vel út þegar við vöknuðum kl 7 um morguninn, rosa þoka og svoleiðis skemmtilegheit og um 10 leitið þegar tímatökurnar byrjuðu þá var nú aðeins farið að rofa til og svo kom þessi gula þarna um 2 eða 3 leitið um daginn. Friðgeir var að keyra rosalega vel, en í fyrsta motoinum þá drap hann á hjólinu í startinu (og belive me, ekki gott að horfa á) og varð síðastur af stað, en náði að vinna sig vel upp og endaði í 3 sæti og í seinna motoi keyrði hann líka rosavel og endaði í 2 sæti, sá sem er búinn að vera fyrstur í allt sumar í 85cc flokkinum og er langbestur datt illa á seinasta hring og hann lærbrotnaði og þurfti að fara í aðgerð á sjúkrahúsinu á AK og gekk það vel og hefur hann það ágætt í dag, það var ömurlegt að horfa á það, góður vinur hans Friðgeirs sko. En minn fékk semsagt 2 sætið á laugardaginn og ef gengur vel í næstu 2 keppnum gæti hann orðið Íslandsmeistari en það gæti orðið erfitt, kemur í ljós bara......
Svo þegar keppnin var búin á Akureyri þá brunuðum við í bæinn, sváfum heima og fórum svo á unglingalandsmótið í Þorlákshöfn, þar sem átti að keppa í motocrossi og ekki gekk það nú vel :-( hjólið bilaði í fyrsta motoi og svo var farið í næsta moto og gekk honum rosalega vel og var fyrstur lengi og svo fór kúplingin og þá var þetta búið.
Jæja búin með fréttirnar held ég bara, hehe.
Later.............
Athugasemdir
Æ, leiðinlegt að það gekk í illa í Þorlákshöfn, en svona er þessi bransi, kannast svolítið við þetta, á einn hjólóðan sem er nú að verða 26 ára. Vona að Friðgeir gangi vel í þeim mótum sem eftir eru.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 15:18
Takk Ásdís, já vonum það besta bara. Hvernig seturðu inn svona flottar myndir?
Bryndís, 4.8.2008 kl. 15:29
Það er alltaf jafn gaman að koma út í Hrísey enda er ég ættuð þaðan
Ég vildi óska að ðég hefði getqað verið á Akureyri líka en ég var föst í bænum í brúðkaupi hjá bróður mínum. Ég verð nara með næst.
Hulda Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 18:43
Friðgeir rúllar þessu upp ;)
Karen #202 (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 09:04
Takk fyrir vinasendinguna............ ekki vissi ég af þér hérna.
Við þurfum endilega að heyrast.
Kv. Vilborg
Vilborg Auðuns, 7.8.2008 kl. 12:14
klapp klapp frænka,það kom að í að þú bloggaðir á ný :) knús á þig og þína
Líney, 8.8.2008 kl. 23:57
Hehe, kannski blogga ég bara aftur fljótlega frænka góð
Vilborg: Ég er sko allstaðar, hehe. Já þurfum sko að fara hittast aftur
Bryndís, 9.8.2008 kl. 23:38
Jæja pæja BLOGGGGGA :) ihihihii
Karen (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.