11.7.2008 | 20:35
Sunnudagurinn kominn, hmmm eða hvað:-/
Sunnudagur eða föstudagur skiptir ekki, ég er að blogga
Hmmm, hvar á maður að byrja?? Jú Offroad keppnin, hún var rosa skemmtileg og löng (ég græddi hrikalegt kvef og veikindi eiginlega, varð of kalt um kvöldið) en Guðni og strákarnir lentu í 7 sæti eða 6 sæti, man ekki alveg heeh enda skiptir það svo sem ekki öllu. Friðgeir tók við af einum sem var að keppa einn og hjólið hans bilaði, svo Friðgeir fór held ég 8 hringi og lenti í 10 sæti af þeim sem voru einir, rosa gott hjá honum og hann á litlu hjóli (Honda 150crf), hann átti sko ekki að keppa í þessari keppni, of mikið álag á hjólið en þegar honum stóð það til boða, þá fór hann í crossgallann og allt það á 0.1 sec hehe og brunaði af stað, hann stóð sig rosa vel guttinn
Svo var drengurinn 2 sinnum í viku á æfingju hjá Aroni #66 og lærði hann sko helling af því. Svo kom að annari umferð í Íslandsmótinu í motocrossi og hún var í Álfsnesi (sem hann hefur hjólað mest í), hann var ekki alveg að sína allt sem hann átti inni og lenti í 4 sæti, sem er bara mjög fínn árangur, en hann var ekki alveg sáttur við sitt held ég, en er búinn að jafna sig á því núna.
Svo er hann (jú bloggið mitt snýst um hann og motocross á sumrin, hehe) búinn að vera hjóla mikið í MotoMos brautinni (sem hann hjálpaði til í að búa til) bara gaman, okkur vantar bara MIKLA rigningu núna til að brautin verði fullkomin, hún er betri ef hún blotnar vel, vatnssprinklerarnir eru komnir til landsins, vantar bara eitthvað meira til að koma því í gang, man ekki hvað það er, híhí
Mamma hringdi í morgun og bauð mér í bíó, fórum á Mamma Mia, tókum Friðgeir með og þetta er bara frábær mynd, langar sko að sjá hana aftur eiginlega, æði bara. Svo er það sumarbústaður á morgun, reyndar verðum við Friðgeir í tjaldvagninum, sofum bara í honum semsagt, Guðni er að vinna og kemst ekki með
Jú gleymdi, við fórum í Húsafell um síðustu helgi, bara geggjað veður og frábær félagsskapur og ég er komin með sólgleraugnafarið mitt get bara ekki sleppt sólgleraugum í sól, fæ annars bara hausverk og enda alltaf með hvítt í kringum augun, er eins og pandabjörn, hahaa.
Jæja nóg núna, blogga kannski aftur ef ég man
Later..............
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað drengnum gengur vel, þekki svona hjólabakteríu. Hafðu það gott um helgina með fólkinu þínu og ég held að það eigi að rigna
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 20:55
Hafðu það gott m helgina Bryndís mín. Vonandi nærðu kvefinu úr þér fljótlega. Knús á þig inn í helgina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 12:02
Takk takk mínar kæru Ásdís og Ásthildur
, jú kvefið er að fara held ég 
Bryndís, 13.7.2008 kl. 22:31
Takk fyrir skemtilega helgi sæta min :) og þið sluppuð nú alveg við að sofa í tjaldvagningum heeh held að þið hefðuð bara flotið burt ef þið hefuð sofið í honum hahahaha
HLakka til að hitta ykkur næst :)
Karen (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 09:51
Hæ hæ og hóhó kæra frænka :)
Var að kíkja í heimsókn til þín og kvitta auðvitað fyrir komuna:)
Knús á ykkur og hafið það sem allra allra best:)
Líney, 14.7.2008 kl. 23:52
Gaman að heyra frá þér. Flott hjá strákunum að lenda þetta ofarlega í keppninni um daginn.
Ég fékk líka voða flott sólgleraugnafar eftir þarsíðustu helgi þegar við fórum í Skorradalinn en sem betur fer er það farið af þvúi að það er ekki alveg að passa að hafa svona far á brúðkaupsdaginn.
Hulda Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 22:18
Innlitskvitt og hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 21.7.2008 kl. 16:24
Kvitt kvitt
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.