Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2008 | 18:31
Minneapolis......
Jæja þá eru bara 9 dagar þar til við förum út
Maðurinn minn var að kíkja í gær á netið (sem hann gerir náttúrulega daglega, hehe) og hann fann 2 tónleika á meðan við erum úti, einir með Bruce Springsteen og aðrir með Tom Jones (nærbuxnakallinn ), sonurinn vildi nú ekki kannast við að það væri einhver til sem héti Bruce eitthvað (eins og hann sagði), en Tom Jones hafði hann nú heyrt um, en vildi ekki fara á tónleika með honum, þannig að ég efast um að við förum á tónleika, enda verður nóg að gera hjá okkur þessa viku sem við verðum úti, horfa á supercrosskeppni, hitta bestu gaurana daginn fyrir keppni og fá eiginhandaáritanir, plaköt og myndir,
T.d. þessi: Kevin Windham á Hondu (ofcorse), ég held með honum
svo ætla Guðni og Friðgeir að hjóla líka smá, í rosa flottri innanhússhöll, geggjað
Versta við það að Guðni fann tónleika sem við hefðum viljað fara á: Bon Jovi, en þeir eru sama kvöld og við förum heim
Ef einhver þekki vel til í Minneapolis, endilega koma með hugmyndir fyrir okkur, t.d. hvar er gott að borða, hvað maður verður að sjá, o.s.fr.
Later........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 13:13
Hellúúú
Já já, ég er á lífi og er latur bloggari
Nú eru bara 15 dagar þar til við förum til USA, og ég hlakka ekkert smá til, er reyndar lítið búin að hugsa um að ég VERÐI að fara í flugvél (veit að ég get farið með skipi, en það er ekkert betra en flugvél, hehe) og á meðan ég hugsa ekki um það, þá verður mér ekki flökurt og illt í maganum og allt það jamm ég er sjúklega flughrædd en þetta verður ekkert mál, hlakka bara til
Hef ekki meiri tíma núna til að blogga, klára í kvöld eða fyrramálið, þannig að bíðið þið spennt eftir viðbótinni, haha
Later.........
Nú er later komið
Hmmm, hvað á ég að segja ykkur meira, haha. Yndislegi bróðir minn sem er ljósmyndari, tók fermingarmyndirnar af Friðgeir Óla núna í vikunni, er ekki búin að sjá þær ennþá samt, hann á eftir að vinna þær eitthvað en hér er ein (óunnin mynd samt):
Ég að sjálfsögðu gleymdi að taka með hvítan dúk á borðið, notuðum bláan, en ég mundi eftir öllu öðru held ég, svo ætlar hann brósi minn að koma og taka myndir sem við ætlum að nota á boðskortið, þær verða flottar og að sjálfsögðu með áhugamáli drengsins á
Hann fermist 6 apríl sem er líka fermingardagur bróðir hans fyrir 5 árum og aðgerðardagurinn minn fyrir 3 árum.
Hmmmm, hverju á ég að ljúga í ykkur núna, hehe. Er bara svo hrikalega lélegur lygari að ég er að hugsa um að hætta bara hér, hef held ég ekkert meira að segja, jú annars, eldri sonurinn ákvað að halda áfram í skólanum, hann var búinn að gefast upp en ákvað að klára þessa önn, ég vona eiginlega bara að hann skipti um skóla í haust, lemur í kjós
Later........
Bloggar | Breytt 29.2.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.2.2008 | 11:00
Blogg!!!
Er ekki hætt að blogga (held ég), hef bara eitthvað lítið að segja þessa dagana. Er bara að bíða eftir sumrinu, búin að fá nóg af þessum snjó Langar að fara hjóla og svona, get nú alveg hjólað í snjó sko, en er bara kuldaskræfa, hehe. Ætla að reyna plata kallinn að koma að hjóla um helgina, verðum bara að gera það fyrripartinn af því að Friðgeir er að fara vinna kl 15 í Krónunni, það á alveg eftir að ganga upp, svo er bara spurningin hvert maður fer að hjóla???
Ég byrjaði í líkamsrækt í síðustu viku hehe, já fór inn á líkamsræktarstöð í fyrsta skipti EVER, komst að því að ég er í hörmulegu formi, en þá bara lagar maður það og bætir sig, mér finnst þetta eiginlega bara gaman (ennþá allavega). Þarf svo að finna mér góðan sjúkraþjálfara til að taka kögglana úr bakinu, hálsinum, ja eiginlega bara í öllum skrokknum, er eiginlega í steik en það er hægt að læra lifa með því, ekkert voða gott samt, hef ekki verið í sjúkraþjálfun í 3 ár sem er bara ekki sniðugt fyrir mig, vá það eru að verða komin 3 ár síðan ég fór í seinni aðgerðina og eftir 6 daga eru 18 ár síðan ég fór í fyrri aðgerðina, fékk heilablæðingu en er á LÍFI sem er náttúrulega bara gott mál.
Jæja nóg í bili og meigiði eiga góðan dag í dag :-)
Later.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2008 | 11:54
Morgunmatur
Góðan daginn, Borðið þið morgunmat? Hvað þá? Minn "morgunmatur" er nú yfirleitt kaffi+sígó, hef einhvernvegin ekki vanið mig á að borða morgunmat, strákarnir mínir borða morgunmat samt. Í morgun (kl 11:30 þá er ennþá morgunn!!!) fékk ég mér abt-mjólk með jarðarberjum og musli, það tók mig rúmar 5 mín að sortera muslíið borða ekki svona þurrt papaya, tíndi 22 stk úr lokinu. En common ég borðaði fyrir hádegi og það er sko frétt til næsta bæjar.
Eldri guttinn heima veikur, eða semsagt hann vaknaði með svo geggjaðan hausverk að hann lagði sig bara aftur. Ég skrifa það nú á svefnleysi, hann kom seint heim, lærði eitthvað og kl 2:30 held ég að klukkan hafi verið, þá laumast hann í náttborðið mitt (sem ég skrúfaði saman EIN) og tók Harry Potter, veit samt ekkert hvað hann las lengi. En það er svoldið erfitt líf að vera í skóla-vinna og vera í hljómsveit+ kærastan Nei hann er obbolega duglegur stráksi
YES, þvottavélin er búin og þá get ég farið og sett í aðra spennó líf hér í Mosóbæ, hehe
Later.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.1.2008 | 18:52
Yejjjj, haha
Ný vinnuvika byrjuð (ef ég væri vinnandi) og skólinn byrjaði í morgun hjá mínum gutta, ekki mikið mál að vekja hann í morgun, en bojjj var minn þreyttur þegar heim kom, ætti að fara snemma að sofa í kvöld (vonandi)
Helgin fór eiginlega bara í rólegheit og þannig, fórum reyndar óvænt á Bubba tónleikana með Einari og Steinu, það var bara fínt. Atli bróðir hefði frekar átt að fara en ég, er nebbla ekki mesta Bubba fan í heimi sko, en hann er bara núna í Kambódíu (ef þau eru ekki komin til Vietnam) með Önnu Karen sinni og svo á hann afmæli á morgun
Úfff orðin tóm í hausnum, later........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 22:57
Hef eiginlega bara..........
Ekkert að segja. En Gleðilegt ár allir Áttum rosalega góð áramót, ég er reyndar rosalega lítið fyrir þessar helv.... sprengjur en fæ víst ekki að loka mig inní herbergi með headphone á hausnum, hmmm verð bara með Ipod á eyrunum á næstu áramótum
Jú fór með Friðgeir á Laugaveginn í gær og týndi honum , bílastæðavesen og svona en ég fann hann að lokum, shit mér leið ekki vel. Hann var nú ekkert hræddur og ég næstum farin að grenja að leita af krakkanum á Laugaveginum.
Farin að gera límmiða fyrir krakkann, svo hann geti merkt hjólið sitt, og verið flottastur
Later..................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2007 | 14:03
Vatnselgur....
Enda ætla ég bara að vera heima í dag, myndi örugglega finna hálkublett, detta í honum og drukkna , nei segi bara svona. Náttfatadagur hjá mér í dag, leggjast svo annað slagið í rúmið með Harry Potter, borða (hmm, best að plata kallinn í búðina áður en hann fer að vinna í dag). Jamm fínn dagur bara er það ekki???
Lögregla varar við vatnselg á götum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 19:35
#105 á Leirtjörn í frostinu í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 23:01
Já já.......
Já já, blogga á morgun. Of södd og þreytt núna og er víst að fara horfa á einhverja mynd..........
ef kallinn minn fattar út úr þessu dæmi (ubs kubbur eitthvað, hehe)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2007 | 19:26
Hmmm, blogg??
Búin að stofna blogg, svo er bara spurning hvort maður noti þetta. Þarf maður ekki að eignast vini og svona? Kann ekkert á þetta, kemur í ljós?
Læt þetta duga í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)