Færsluflokkur: Bloggar

Sunnudagurinn kominn, hmmm eða hvað:-/

Sunnudagur eða föstudagur skiptir ekki, ég er að blogga Wink

Hmmm, hvar á maður að byrja??   Jú Offroad keppnin, hún var rosa skemmtileg og löng (ég græddi hrikalegt kvef og veikindi eiginlega, varð of kalt um kvöldið) en Guðni og strákarnir lentu í 7 sæti eða 6 sæti, man ekki alveg Blush  heeh enda skiptir það svo sem ekki öllu.  Friðgeir tók við af einum sem var að keppa einn og hjólið hans bilaði, svo Friðgeir fór held ég 8 hringi og lenti í 10 sæti af þeim sem voru einir, rosa gott hjá honum og hann á litlu hjóli (Honda 150crf), hann átti sko ekki að keppa í þessari keppni, of mikið álag á hjólið en þegar honum stóð það til boða, þá fór hann í crossgallann og allt það á 0.1 sec hehe og brunaði af stað, hann stóð sig rosa vel guttinn Cool

Svo var drengurinn 2 sinnum í viku á æfingju hjá Aroni #66 og lærði hann sko helling af því.  Svo kom að annari umferð í Íslandsmótinu í motocrossi og hún var í Álfsnesi (sem hann hefur hjólað mest í), hann var ekki alveg að sína allt sem hann átti inni og lenti í 4 sæti, sem er bara mjög fínn árangur, en hann var ekki alveg sáttur við sitt held ég, en er búinn að jafna sig á því núna.

Svo er hann (jú bloggið mitt snýst um hann og motocross á sumrin, hehe) búinn að vera hjóla mikið í MotoMos brautinni (sem hann hjálpaði til í að búa til) bara gaman, okkur vantar bara MIKLA rigningu núna til að brautin verði fullkomin, hún er betri ef hún blotnar vel, vatnssprinklerarnir eru komnir til landsins, vantar bara eitthvað meira til að koma því í gang, man ekki hvað það er, híhíCrying

Mamma hringdi í morgun og bauð mér í bíó, fórum á Mamma Mia, tókum Friðgeir með og þetta er bara frábær mynd, langar sko að sjá hana aftur eiginlega, æði bara.  Svo er það sumarbústaður á morgun, reyndar verðum við Friðgeir í tjaldvagninum, sofum bara í honum semsagt, Guðni er að vinna og kemst ekki með Crying

Jú gleymdi, við fórum í Húsafell um síðustu helgi, bara geggjað veður og frábær félagsskapur og ég er komin með sólgleraugnafarið mitt Cool   get bara ekki sleppt sólgleraugum í sól, fæ annars bara hausverk og enda alltaf með hvítt í kringum augun, er eins og pandabjörn, hahaa.

Jæja nóg núna, blogga kannski aftur ef ég man Devil
Later..............


Helgin komin

Jæja best að blogga Wink

Við (MotoMos) opnuðum 17. júní, það tókst mjög vel, fullt af fólki kom og hjólaði, veðrið hefði mátt vera betra reyndar, eða semsagt það var sól og hlýtt en þvílíkt rok (helv... austanáttin sagði einhver þarna), sem varð til þess að það var nauðsynlegt að vera með sólgleraugu eða crossaragleraugu á sér, annars bara fylltust augun af sandi, ekki gaman það Crying  og maður varð skítugur fyrir allan peninginn, eyrun , nefið og bara allstaðar.  En þetta var rosalega gaman, bæjarstjórinn okkar, Haraldur kom og hélt smá ræðu og startaði svo strákunum af stað, tókst semsagt allt bara mjög vel.  Þurfum öflugra vökvunarkerfi í brautina og það er í vinnslu núna, tekur vonandi ekki svo langan tíma.   Friðgeir er búinn að fara nokkrum sinnum á æfingu hjá Aroni í MotoMos brautinni (brautin er ekki komin með nafn,  nafnið er til söluWhistling hehe) og er búinn að bæta sig helling, brautin er mjög krefjandi (erfið segja sumir) og nú bíðum við eftir góðri dembu þá verður hún ennþá betri.

Svo á morgun er 7th Trans Antlantic Offroad Challenge í Bolaöldu (við Litlu Kaffistofuna), þetta verður miðnæturenduro, byrjar kl 18:01 og búið 00:01.  Guðni, Þórir og Eysteinn (Suðurverk) (þessir 3 eru búnir að vinna eins og mófó í að koma brautinni okkar upp) ætla að keppa saman 3 í liði (já það má:-))  Vonandi gengur þeim bara vel, enduro er yfirleitt frekar erfitt,  kem með update á sunnudaginn Cool

Friðgeir ætlaði að keppa í 85cc flokknum og ég var búin að skrá hann, þá skipti hann um skoðun og ákvað að fara frekar í útilegu með Guggu uppáháldsfrænku sinni og hennar fjölskyldu (mér finnst leiðinlegt í útilegum, kalt og svoleiðis og þá er gott að eiga frænku sem nennir svoleiðis).   En það verður skrýtið að horfa á keppnina á morgun og engin Friðgeir með Shocking  En það er Íslandsmót næstu helgi og þar verður hann í stuði vonandi  Devil

Nenni ekki að tala um björn og birnu, allir aðrir búnir með það, nenni eiginlega ekki að tala um neitt annað heldur, bíð bara eftir að Guðni komi heim (vonandi með junk food handa mér), hann fór með hjólið sitt í skoðun fyrir mótið, já já það eru öll hjól sem keppa alltaf skoðuð og ef eitthvað er að færðu ekki að vera með, bara gott mál. 
Bloggið mitt verður örugglega ekkert spennandi í sumar, lífið hjá okkur snýst um motocrossið Tounge

Nóg í bili, later...........

 

 

 


2 sætið :-)))

Friðgeir keppti í motocrossi í dag og lenti í 2 sæti í sínum flokki SmileSmileSmile  Myndir koma síðar....

Fullt búið að gerast, en er að fara í grill og dæmi, kem með fréttir á morgun Cool

 

Later................


Hjálp fyrir unga konu

Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.


Jebb, orðin aðeins eldri

Já er víst orðin 40 ára:-)   átti yndislegan afmælisdag í fyrradag, fékk fjölskylduna í góðgæti og svona, rosa fínt.   Svo verður tekið partý á þetta um helgina, og að sjálfsögðu verður eurovisionið uppá vegg hér (sem minnir mig á það að biðja brósa minn um myndvarpann *note to self* )  af því að ég er viss um að þau komist áfram í kvöld *bjartsýnisverðlaun dagsins fær ÉG hehe, nei held að þau komist áfram.

Svo var fyrsta enduro keppni sumarsins um síðustu helgi, mínir báðir kepptu, stráksi var að standa sig vel bara í rigningunni og drullunni en hjólið bilaði, hann braut keðjusleðann svo hann gat ekki verið með í seinna motoinu Crying og hann varð hundfúll með það, en við vorum ekki með aukakeðjusleða með, svo hann bara chillaði og hjálpaði pabba sínum og Þóri, sem kepptu saman í tvímenning,  það gekk svona la la hjá þeim,  brautin var náttúrulega bara ein drulla og klettar, mjög erfið, en þeir lentu í 6 sæti Woundering í tvímenning semsagt, það voru 11 tvímenningslið.  Hér er flott mynd af Guðna í keppninni.

Guðni 

 

Síðan eru bara 2 vikur í fyrstu motocross keppnina LoL   og getum við ekki beðið, sérstaklega stráksi.

 Later...............


10. dagar.......

Hellú  Wink   og takk fyrir kveðjurnar í síðasta bloggi Heart

Hmmm, hvað á ég að segja núna?   Nú er lífið bara farið að snúast um motocross, fyrst að sumarið er komið, ja allavega er það komið hér á suðurlandið Whistling     Bara 4 vikur í fyrstu keppni hjá stráksa og það þýðir æfingar, æfingar og æfingar, ég og pabbi hans verðum í því út maí að fara með hann á æfingar og svo í júní byrjar hann á námskeiði hjá einum af bestu motocross mönnum á Íslandi, hann verður með hann 2x í viku og ég hef fulla trú á að þetta hjálpi mínum gaur mikið, honum hefur samt farið rosalega mikið fram að keyra, eiginlega eftir USA ferðina okkar  Cool   en hann getur sko lært mikið af Aroni #66 og það sem betra er að þeir eru ferlega góðir vinir Joyful    Hlakka bara til sumarsins sko  Grin    þá get ég líka farið að hjóla á mínu fjórhjóli, gaman gaman, kem með myndir af því seinna.

En hér er videó af mínum gaur stökkva í Bolaöldu, hann náði loksins stóra pallinum og var ekkert smá flottur: http://youtube.com/watch?v=FXDO3I5byK4       **mont**

Stutt í dag  Sleeping

Later.......... 

 


Já já........

Loksins loksins, blogg frá latasta bloggara landsins W00t

Jú fermingin löngu búin og hún gekk rosalega vel og var stráksi mjög ánægður með daginn sinn.   Og Kristó minn varð 19 ára í apríl  Wizard   skilettaekki ég sem  er svooooo ung Grin  

Svo er náttúrulega sumarið komið, brrrrrr  einmitt   Woundering   og þá byrjar náttúrulega áhugamálið okkar á fullu, motocrossið.   Friðgeir er búinn að vera æfa á fullu og þá meina ég á fullu spítti, hehe.  Honum hefur farið rosalega fram, úthaldið búið að aukast mikið eftir góðar æfingar í vetur, svo er stutt í fyrstu keppnina hjá honum eða 7 júní og þá er bara málið að æfa meira þangað til Joyful    Hér er ein mynd af honum sem var tekin fyrir utan Honda umboðið á mótorhjólasýningu um síðustu
helgi: 

 Friðgeir Óli #16

Meira er ekki í fréttum held ég barasta,
Later.................


Ferming á morgun :-)))

Fermingin hjá Friðgeir Óla á morgun, búið að vera bilað mikið að gera,  allt að klárast í kökumálum, fór og keypti mér föt í dag, mundi rétt svo Blush eftir að sækja jakkann og skyrtuna hans Friðgeirs í hreinsunina í gær, og Guðna föt bíða inní skáp.  Veislan getur hafist Wink hehe.

Skrifa meira þegar ég hef tíma, farin að halda áfram hérna.

 

Later.........


Gleðilega páska

Daginn daginn og Gleðilega páska.

Erum komin heim úr Ameríkunni, þetta var rosalega vel heppnuð og skemmtileg ferð, kem með ferðasöguna fljótlega Wink  En hér er ein mynd af Friðgeir þegar hann (við) hittum Travis Pastrana:

USABackflip Pastrana   #16 og #199 í stuði

 

 

 Pastrana að taka backflipp, við sáum hann gera
 svona stökk, geggjað Smile

 

 

 

 

Later.......


Örfærsla (herma eftir Röggu minni, nema mín örfærsla er aðeins lengri en hennar)híhíhí

Daginn daginn,   fallegt gluggaveður úti í dag,  ég er nú bara búin að hanga inni í allann dag, ætla út þegar fer að kvölda.  Er að fara í keilu með fullt fullt fullt af fólki og djö.... ætla ég að rústa þessu og taka bikarinn heim Cool   Ein bjartsýn, hehe. 

Búin að gera fermingarboðskortinn fyrir Friðgeir og senda þau út Happy    þá á ég bara eftir að gera allt hitt  Crying úffffff,  nei nei þetta reddast pottþétt  (og ég heiti Pollýanna í dag)  Skelli myndinni sem ég notaði inn fljótlega.

Farin að setja upp andlitið,

Later........ 

Ps.  Takk fyrir upplýsingarnar Þórir Smile  (ef þú lest þetta),


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband