Helgin komin

Jæja best að blogga Wink

Við (MotoMos) opnuðum 17. júní, það tókst mjög vel, fullt af fólki kom og hjólaði, veðrið hefði mátt vera betra reyndar, eða semsagt það var sól og hlýtt en þvílíkt rok (helv... austanáttin sagði einhver þarna), sem varð til þess að það var nauðsynlegt að vera með sólgleraugu eða crossaragleraugu á sér, annars bara fylltust augun af sandi, ekki gaman það Crying  og maður varð skítugur fyrir allan peninginn, eyrun , nefið og bara allstaðar.  En þetta var rosalega gaman, bæjarstjórinn okkar, Haraldur kom og hélt smá ræðu og startaði svo strákunum af stað, tókst semsagt allt bara mjög vel.  Þurfum öflugra vökvunarkerfi í brautina og það er í vinnslu núna, tekur vonandi ekki svo langan tíma.   Friðgeir er búinn að fara nokkrum sinnum á æfingu hjá Aroni í MotoMos brautinni (brautin er ekki komin með nafn,  nafnið er til söluWhistling hehe) og er búinn að bæta sig helling, brautin er mjög krefjandi (erfið segja sumir) og nú bíðum við eftir góðri dembu þá verður hún ennþá betri.

Svo á morgun er 7th Trans Antlantic Offroad Challenge í Bolaöldu (við Litlu Kaffistofuna), þetta verður miðnæturenduro, byrjar kl 18:01 og búið 00:01.  Guðni, Þórir og Eysteinn (Suðurverk) (þessir 3 eru búnir að vinna eins og mófó í að koma brautinni okkar upp) ætla að keppa saman 3 í liði (já það má:-))  Vonandi gengur þeim bara vel, enduro er yfirleitt frekar erfitt,  kem með update á sunnudaginn Cool

Friðgeir ætlaði að keppa í 85cc flokknum og ég var búin að skrá hann, þá skipti hann um skoðun og ákvað að fara frekar í útilegu með Guggu uppáháldsfrænku sinni og hennar fjölskyldu (mér finnst leiðinlegt í útilegum, kalt og svoleiðis og þá er gott að eiga frænku sem nennir svoleiðis).   En það verður skrýtið að horfa á keppnina á morgun og engin Friðgeir með Shocking  En það er Íslandsmót næstu helgi og þar verður hann í stuði vonandi  Devil

Nenni ekki að tala um björn og birnu, allir aðrir búnir með það, nenni eiginlega ekki að tala um neitt annað heldur, bíð bara eftir að Guðni komi heim (vonandi með junk food handa mér), hann fór með hjólið sitt í skoðun fyrir mótið, já já það eru öll hjól sem keppa alltaf skoðuð og ef eitthvað er að færðu ekki að vera með, bara gott mál. 
Bloggið mitt verður örugglega ekkert spennandi í sumar, lífið hjá okkur snýst um motocrossið Tounge

Nóg í bili, later...........

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Það var sko gaman í Bolöldu í dag og gekk Alexander bara mjög vel lenti í 5 sæti sem að mér finnst bara mjög gott. Andri var reyndar smá afbríðisamur en það á eftir að breytast.

Sólin var mjög sterk og sést það á andlitum okkar allra og þá sérstaklega mér og Baldri hahaha. En takk fyrir kveðjuna hún komst til skila

Hulda Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 01:18

2 identicon

Já, lífið er bara mótorhjól hjá ykkur....það liggur alveg fyrir!!  Gaman að geta fylgst með þessu, ekki hætta alveg að blogga í sumar. Viiiiiiltu gera það?  Blogga bara smá svo maður viti eitthvað hvað er í gangi, ha?  Bara fyrir mig og alla hina sem eru að fylgjast með, ha....plís *blikka augunum hratt og brosi*

Lovjú görl

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kær kveðja og ósk um gott gengi á mótorhjólum framtíðarinnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:12

4 identicon

jæja það er komin júli, og ekkert blogg ennþá ;) hehe

Karen (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Bryndís

Ha???

Jú það fer að koma yfir mig bloggandi, vonandi, hehe 

Bryndís, 8.7.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband