10.5.2008 | 19:33
10. dagar.......
Hellú og takk fyrir kveðjurnar í síðasta bloggi
Hmmm, hvað á ég að segja núna? Nú er lífið bara farið að snúast um motocross, fyrst að sumarið er komið, ja allavega er það komið hér á suðurlandið Bara 4 vikur í fyrstu keppni hjá stráksa og það þýðir æfingar, æfingar og æfingar, ég og pabbi hans verðum í því út maí að fara með hann á æfingar og svo í júní byrjar hann á námskeiði hjá einum af bestu motocross mönnum á Íslandi, hann verður með hann 2x í viku og ég hef fulla trú á að þetta hjálpi mínum gaur mikið, honum hefur samt farið rosalega mikið fram að keyra, eiginlega eftir USA ferðina okkar en hann getur sko lært mikið af Aroni #66 og það sem betra er að þeir eru ferlega góðir vinir Hlakka bara til sumarsins sko þá get ég líka farið að hjóla á mínu fjórhjóli, gaman gaman, kem með myndir af því seinna.
En hér er videó af mínum gaur stökkva í Bolaöldu, hann náði loksins stóra pallinum og var ekkert smá flottur: http://youtube.com/watch?v=FXDO3I5byK4 **mont**
Stutt í dag
Later..........
Athugasemdir
Líf og fjör hjá þér mín kæra. Gaman að fá þig í hópinn. Eigðu ljúfa Hvítasunnu.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 20:05
Ekkert smá flottur á fluginu Alexander okkar ætlar líka að reyna að keppa núna 7 júní nk. þannig að pabbi hans ætlar að vera duglegur að fara með hann svo að hann geti æft sig meira. Við eigum örugglega eftir að hittast uppi á braut í sumar.
Hulda Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 12:20
Vá flott hjá honum alltaf svo gaman að fylgjast með ykkur Bryndís mín skemmtilegt fjölsk sport hafið það ljúft mín kæra knús frá skaganum
Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 00:17
Til hamingju með daginn í gær :) þótt eg hafi komið og knúsað þig í gær hehehe
Karen (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 14:41
Haltu áfram að njóta þín með fjölskyldunni.
Fjóla Æ., 21.5.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.