Morgunmatur

Góðan daginn,   Borðið þið morgunmat?   Hvað þá?   Minn "morgunmatur" er nú yfirleitt kaffi+sígó, hef einhvernvegin ekki vanið mig á að borða morgunmat, strákarnir mínir borða morgunmat samt.  Í morgun (kl 11:30 þá er ennþá morgunn!!!) fékk ég mér abt-mjólk með jarðarberjum og musli,  það tók mig rúmar 5 mín að sortera muslíið  Blush borða ekki svona þurrt papaya, tíndi 22 stk úr lokinu.  En common ég borðaði fyrir hádegi og það er sko frétt til næsta bæjar. Tounge

 

Eldri guttinn heima veikur, eða semsagt hann vaknaði með svo geggjaðan hausverk að hann lagði sig bara aftur.  Ég skrifa það nú á svefnleysi, hann kom seint heim, lærði eitthvað og kl 2:30 held ég að klukkan hafi verið, þá laumast hann í náttborðið mitt (sem ég skrúfaði saman EIN) og tók Harry Potter, veit samt ekkert hvað hann las lengi.  En það er svoldið erfitt líf að vera í skóla-vinna og vera í hljómsveit+ kærastan  InLove      Nei hann er obbolega duglegur stráksi   Wink

YES, þvottavélin er búin og þá get ég farið og sett í aðra Whistling   spennó líf hér í Mosóbæ, hehe

Later.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Alltaf stemming í mosanum... heheh... já ég borða morgunmat en ekki fyrr en eftir vænan skammt að kaffi og sígó

Hér fóru ungar í skólan í morgun og komu hundfúlir heim yfir asnalegum skóla sem setti heimavinnu strax eftir jólafrí.. hehehe

Aðalfjörið mitt er að skreppa í bónus þessa dagana í langa fríinu mínu!

Kærleikur til þín kona... sjáumst á röltinu.

Kristín Snorradóttir, 8.1.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: ......................

Hér byrjar dagurinn alltaf á kaffibolla, gosglasi, lyfjum og vítamínum - fæ mér svo AB-mjólk ef stemmari er fyrir því

......................, 8.1.2008 kl. 18:29

3 identicon

Bryndís, fáðu þer hafragraut á morgnana hehehehe ;)

Karen (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Bryndís

Djí Karen, þú og þinn hafragrautur sko!!!   hahaha:-)

Bryndís, 9.1.2008 kl. 10:32

5 identicon

hahahaha mmmmm hafragrautur  haha 

Karen (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband