Jól, einkunnir, veikindi.....

Jæja þá eru víst bara 3,5 dagar í jólin og ég verð nú að viðurkenna það að ég er ekki búin að öllu(fer ekkert að breyta út af vananumWink ) á eftir að klára fjölskyldumeðlimina að hluta og fleiri reyndar líka, híhí. 

Maðurinn minn er búinn að vera með vírus Sick í viku, hóstar eins og mófó (varla svefnfriður fyrir gelti og hann nær ekki mikið að sofa)  hann fékk nú eitthvað við þessu sem mér finnst nú bara virka lítið, og er bara mjög slappur núna, þeir feðgar liggja í sófanum og horfa á Íslenska motocrossið, rosa gaman hjá þeim, og það er sko hraðspólað yfir þær keppnir sem guttinn var ekki með í, í fyrra.

Svo fékk eldri strákurinn minn einkunnirnar í dag, hef ekki fengið að sjá þær ennþá, skammast sín eitthvað fyrir þær held ég.  Gekk ekki nógu vel sagði hannSideways, þá spítir maður í lófann og gerir betur á næstu önn, og vona ég bara að hann geri það.

Og þá er fyrsta bloggið búið, ok þá!!  2 bloggiðWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JEI til lukku með blogggið sæta min :) eg mun sko fylgjast vel með síðunni og minna þig á að blogga hahaha

Karen (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj Dísa mín, hérna er það húsmóðirin sem er í hlutverki þíns karls...hehe. Gangi þér vel að innleiða jólin. Mér gengur bara vel þrátt fyrir pest. Hreingerningarnar hafa að vísu setið á hakanum

Ragnheiður , 21.12.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Jóla hvað, maður tekur þetta bara á róinu  að njóta er málið. Mín er búin með alla pakka nema handa fíklinum, en nú fer að verða óhætt að klára þann pakka

Hafðu það gott og njóttu,njóttu.

Kristín Snorradóttir, 21.12.2007 kl. 15:08

4 identicon

Ó mæ gooooood, veikindi og svona hrikaleg núna!  Æ æ æ æ, vona að þið náið samt að njóta hátíðanna krúttubomburnar mínar.  Ég er ekki alveg búin með jóladæmið.  Fór til Reykjavíkur í dag og djísess hvað ég varð geðvond í þessari traffík maður.  Strax orðin sveitó þó ég sé bara búin að búa í Hveragerði í rúma 3 mánuði.  Þvílíkt og annað eins.  Ég ætla bara að klára dæmið hér í sveitinni til að halda geðheilsunni sko!!

En ég sendi koss á þig dúlla!  Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:04

5 identicon

Elsku Bryndís mín, ég óska þér og fjölskyldunni gleðilegra jóla.  Vona að þið hafið það ógó kósí í Mosfellsbænum  Bestu kveðjur úr sveitinni, Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband