Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fréttir-fréttir :-)

Jæja sonurinn farinn að reka á eftir bloggi, best að hlýða  Wink

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocrossi var semsagt á laugardaginn í Sólbrekku (við Grindarvíkurafleggjarann) í geðbiluðu roki og rigningu, fyrra mótoið gekk vel hjá honum og svo byrjaði seinna motoið og þá festist hann í starthliðinu og var smá stund að losa sig, vann sig vel upp og endaði 3 í því motoi, keyrði rosalega vel og var bara flottastur fannst mér.  Hann endaði semsagt á palli í sæti nr 2 eftir daginn, og var rosalega ánægður með þetta, erfiðar æfingar vetursins að bera árangur Police   Flottastur : 1 og 2 sætið á palli

 

 

 

 

 

Svo erum við og já ég segi við (ég sá semsagt um kaffið og að keyra Friðgeir og kaffið á milli), búin að vera gera motocross braut hér í Mosó,  við erum með svæði í gömlu gryfjunum.  Guðni er semsagt formaður Motomos, sem er motocrossfélag Mosfellsbæjar.  Erum búin að fá rosalega mikla hjálp með að gera brautina í holunni (myndir inná www.motomos.is ) og unnu menn á vöktum í  tækjunum til að gera þetta mögulegt, frábært bara Grin  Svo er verið að vinna í að setja vökvunarkerfi í brautina svo það verði alltaf hægt að hjóla.  Vonandi getum við opnað næstu daga, þegar leyfið  Police er komið, rosa spennandi LoL

 

Later...........

 

 

 


4 maí 2002

Við hjónakornin eigum 6 ára brúðkaupsafmæli í dag  HeartHeartHeart    Tek á móti hamingjuóskum, heheSmile

 

Annars lítið að frétta nema mér er illt í bakinu og þreytt Crying

 

Later...........


Hellúúú

Já já, ég er á lífi Smile og er latur bloggariWhistling

Nú eru bara 15 dagar þar til við förum til USA, og ég hlakka ekkert smá til, er reyndar lítið búin að hugsa um að ég VERÐI að fara í flugvél (veit að ég get farið með skipi, en það er ekkert betra en flugvél, hehe) og á meðan ég hugsa ekki um það, þá verður mér ekki flökurt og illt í maganum og allt það Frown  jamm ég er sjúklega flughrædd en þetta verður ekkert mál, hlakka bara til Cool

Hef ekki meiri tíma núna til að blogga, klára í kvöld eða fyrramálið, þannig að bíðið þið spennt eftir viðbótinni, hahaGrin

Later......... 

Nú er later komið  Wink  
    Hmmm, hvað á ég að segja ykkur meira, haha.  Yndislegi bróðir minn sem er ljósmyndari, tók fermingarmyndirnar af Friðgeir Óla núna í vikunni, er ekki búin að sjá þær ennþá samt, hann á eftir að vinna þær eitthvað en hér er ein (óunnin mynd samt):   Fridgeir ferming

 

 Ég að sjálfsögðu gleymdi að taka með hvítan dúk á borðið, notuðum bláan, en ég mundi eftir öllu öðru held ég,  svo ætlar hann brósi minn að koma og taka myndir sem við ætlum að nota á boðskortið, þær verða flottar og að sjálfsögðu með áhugamáli drengsins á Smile
Hann fermist 6 apríl sem er líka fermingardagur bróðir hans fyrir 5 árum og aðgerðardagurinn minn fyrir 3 árum.

Hmmmm, hverju á ég að ljúga í ykkur núna, hehe.  Er bara svo hrikalega lélegur lygari að ég er að hugsa um að hætta bara hér, hef held ég ekkert meira að segja,  jú annars, eldri sonurinn ákvað að halda áfram í skólanum, hann var búinn að gefast upp en ákvað að klára þessa önn, ég vona eiginlega bara að hann skipti um skóla í haust, lemur í kjós Tounge

Later........

 

 


Hmmm, I´m back ;-)

Ha er ég bloggari??     Á maður þá að blogga?

Ok, best að reyna þá Wink    Hmmm hvað á ég að segja ykkur?  Lítið búið að gerast eiginlega, Friðgeir fór á ísinn á laugardaginn, rosa gaman frétti ég.  Bauð mömmu og pabba í mat í gær, rosalega gott sko, er svoooo góður kokkur sko Cool   Atli og Anna Karen komin til landsins frá Vietnam, Kambódíu og fleiri löndum sem ég man ekkert hvað heita Blush  Hlakka til að hitta þau næstu helgi í "fjölskyldu-fun"-inu 

Jú og svo erum við búin að panta okkur ferð til USA Smile  ætlum að fara á supercrossið, gaman gaman, fara í Mall of America og svo annað spennó sem ég get eiginlega ekki kjaftað frá strax, ohhh þetta verður svo gaman, við förum semsagt 3, ekki elsti unglingurinn sem er náttúrulega í menntaskóla og að vinna, hann kemur bara með í næstu ferð, einhver verður líka að passa
húsið  Police

Nóg í bili,
Knúz, later................

 


Loksins ;-)

Jæja best að blogga smá.   Jólin voru bara frábær hjá okkur, góður matur og góður félagsskapur,  fengum fínar gjafir og strákarnir líka.  Ánægðust var ég með gjafirnar hjá Friðgeir Óla, 4 hettupeysur, gallabuxur, 2 bolir og sokkar, gott að fá föt og hann var líka rosa ánægður, enda kominn á þann aldur að maður verður að vera töff klæddur og liggur við skipta um föt 1-2 sinnum á dag, töffarinn minnCool   Asnalegt samt að fara bara 3 heim svo frá tengdó (vorum þar í mat), Kristófer fór til kærustunnar, svona er bara lífið víst  InLove

Feðgarnir fóru svo út að "leika" á jóladag, Friðgeir á mitt fjórhjól og Guðni á Friðgeirs hjól, geggjaður snjór og bara gaman hjá þeim,  fóru líka á 2 í jólum.  Ætluðu meira að segja að fara í jólaboðið hjá mömmu og pabba á hjólunum, en frekjan ÉG sagði bara: nei ekki séns!!!!   Mér er svo illa við að keyra í snjó, haha og þeir hlýddu LoL 

Hmmm, hvað meira???   Bara alveg að koma nýtt ár Happy  Við ætlum nú bara að vera í Mosóbæ hjá mágkonu minni og fjölskyldu, það verður fínt.  Eigum reyndar eftir að ákveða hvað við eigum að hafa í matinn,  við viljum ekki reykt kjöt, Kristó vill ekki svín, Friðgeir vill ekki kalkún, kallinn minn vill helst ekki naut, híhí hvað er þá eftir??   Pulsur bara Grin  DJÓK,  við finnum eitthvað gott örugglega. 

#105 er núna upp í Álfsnesi með Reyni og Eyþór að hjóla í snjónum, var að fá fréttir af honum, afturendinn á hjólinu MÍNU er fastur í snjónum og Eyþór fastur í hinum enda brautarinnar Sideways  En það er sko pottþétt rosa gaman hjá þeim.

 

Útskýring: #105=  Friðgeir Óli (keppnisnúmerið hans skoWink)

 


Jól, einkunnir, veikindi.....

Jæja þá eru víst bara 3,5 dagar í jólin og ég verð nú að viðurkenna það að ég er ekki búin að öllu(fer ekkert að breyta út af vananumWink ) á eftir að klára fjölskyldumeðlimina að hluta og fleiri reyndar líka, híhí. 

Maðurinn minn er búinn að vera með vírus Sick í viku, hóstar eins og mófó (varla svefnfriður fyrir gelti og hann nær ekki mikið að sofa)  hann fékk nú eitthvað við þessu sem mér finnst nú bara virka lítið, og er bara mjög slappur núna, þeir feðgar liggja í sófanum og horfa á Íslenska motocrossið, rosa gaman hjá þeim, og það er sko hraðspólað yfir þær keppnir sem guttinn var ekki með í, í fyrra.

Svo fékk eldri strákurinn minn einkunnirnar í dag, hef ekki fengið að sjá þær ennþá, skammast sín eitthvað fyrir þær held ég.  Gekk ekki nógu vel sagði hannSideways, þá spítir maður í lófann og gerir betur á næstu önn, og vona ég bara að hann geri það.

Og þá er fyrsta bloggið búið, ok þá!!  2 bloggiðWhistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband