28.12.2007 | 19:35
#105 á Leirtjörn í frostinu í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 14:46
Loksins ;-)
Jæja best að blogga smá. Jólin voru bara frábær hjá okkur, góður matur og góður félagsskapur, fengum fínar gjafir og strákarnir líka. Ánægðust var ég með gjafirnar hjá Friðgeir Óla, 4 hettupeysur, gallabuxur, 2 bolir og sokkar, gott að fá föt og hann var líka rosa ánægður, enda kominn á þann aldur að maður verður að vera töff klæddur og liggur við skipta um föt 1-2 sinnum á dag, töffarinn minn Asnalegt samt að fara bara 3 heim svo frá tengdó (vorum þar í mat), Kristófer fór til kærustunnar, svona er bara lífið víst
Feðgarnir fóru svo út að "leika" á jóladag, Friðgeir á mitt fjórhjól og Guðni á Friðgeirs hjól, geggjaður snjór og bara gaman hjá þeim, fóru líka á 2 í jólum. Ætluðu meira að segja að fara í jólaboðið hjá mömmu og pabba á hjólunum, en frekjan ÉG sagði bara: nei ekki séns!!!! Mér er svo illa við að keyra í snjó, haha og þeir hlýddu
Hmmm, hvað meira??? Bara alveg að koma nýtt ár Við ætlum nú bara að vera í Mosóbæ hjá mágkonu minni og fjölskyldu, það verður fínt. Eigum reyndar eftir að ákveða hvað við eigum að hafa í matinn, við viljum ekki reykt kjöt, Kristó vill ekki svín, Friðgeir vill ekki kalkún, kallinn minn vill helst ekki naut, híhí hvað er þá eftir?? Pulsur bara
DJÓK, við finnum eitthvað gott örugglega.
#105 er núna upp í Álfsnesi með Reyni og Eyþór að hjóla í snjónum, var að fá fréttir af honum, afturendinn á hjólinu MÍNU er fastur í snjónum og Eyþór fastur í hinum enda brautarinnar En það er sko pottþétt rosa gaman hjá þeim.
Útskýring: #105= Friðgeir Óli (keppnisnúmerið hans sko)
26.12.2007 | 23:01
Já já.......
Já já, blogga á morgun. Of södd og þreytt núna og er víst að fara horfa á einhverja mynd..........
ef kallinn minn fattar út úr þessu dæmi (ubs kubbur eitthvað, hehe)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2007 | 23:06
Jól, einkunnir, veikindi.....
Jæja þá eru víst bara 3,5 dagar í jólin og ég verð nú að viðurkenna það að ég er ekki búin að öllu(fer ekkert að breyta út af vananum ) á eftir að klára fjölskyldumeðlimina að hluta og fleiri reyndar líka, híhí.
Maðurinn minn er búinn að vera með vírus í viku, hóstar eins og mófó (varla svefnfriður fyrir gelti og hann nær ekki mikið að sofa) hann fékk nú eitthvað við þessu sem mér finnst nú bara virka lítið, og er bara mjög slappur núna, þeir feðgar liggja í sófanum og horfa á Íslenska motocrossið, rosa gaman hjá þeim, og það er sko hraðspólað yfir þær keppnir sem guttinn var ekki með í, í fyrra.
Svo fékk eldri strákurinn minn einkunnirnar í dag, hef ekki fengið að sjá þær ennþá, skammast sín eitthvað fyrir þær held ég. Gekk ekki nógu vel sagði hann, þá spítir maður í lófann og gerir betur á næstu önn, og vona ég bara að hann geri það.
Og þá er fyrsta bloggið búið, ok þá!! 2 bloggið
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.12.2007 kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2007 | 19:26
Hmmm, blogg??
Búin að stofna blogg, svo er bara spurning hvort maður noti þetta. Þarf maður ekki að eignast vini og svona? Kann ekkert á þetta, kemur í ljós?
Læt þetta duga í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)